Sáu flekki á vatnsfletinum

Frá afgreiðsluborði Air France á Tom Jobim alþjóðaflugvellinum í Rio …
Frá afgreiðsluborði Air France á Tom Jobim alþjóðaflugvellinum í Rio de Janeiro. Reuters

Yf­ir­völd í Bras­il­íu rann­saka nú staðhæf­ing­ar um að áhafn­ir annarra farþega­véla hafi séð glampa á eitt­hvað í sjón­um nokkru eft­ir að síðast heyrðist frá Air­bus-þotu Air France flug­fé­lags­ins sem talið er að hafi far­ist í Atlants­hafi í gær­morg­un. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Tveir bras­il­ísk­ir flug­menn eru sagðir hafa séð blossa og app­el­sínu­gula fleti  á yf­ir­borði hafs­ins um 350 km frá eyj­unni Fern­ando de Noronhaum um 40 mín­út­um eft­ir að síðast heyrðist frá vél­inni. Þeir höfðu hins veg­ar ekki heyrt af slysi á svæðinu og gerðu því eng­ar ráðstaf­an­ir.

Ekki ligg­ur enn fyr­ir hvað kom fyr­ir vél­ina en talið er víst að hún hafi hafnað í haf­inu. Nær ómögu­legt er talið að nokk­ur hafi kom­ist af en Jor­ge Am­aral yf­ir­maður björg­un­ar­deild­ar bras­il­íska herafl­ans seg­ir að leit muni fara fram eins og hugs­an­legt sé að ein­hver sé enn á lífi.

Pier­re-Henry Gour­geon, yf­ir­maður Air France seg­ir tólf bil­ana­til­kynn­ing­ar hafa borist frá vél­inni áður en hún hvarf. Þær hafi all­ar borist á svipuðum tíma og því sé ljóst að keðja bil­ana, sem eng­in for­dæmi séu fyr­ir, hafi orðið. Verði staðfest að all­ir 228 sem voru um borð í vél­inni hafi far­ist er um mann­skæðasta flug­slys á Atlants­hafi að ræða til þessa.

Einn Íslend­ing­ur var um borð í vél­inni en í henni voru sjö börn og eitt unga­barn. 126 farþega henn­ar voru karl­menn en 82 kon­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert