Bin Laden lætur í sér heyra

Áratugar gömul mynd af Osama bin Laden.
Áratugar gömul mynd af Osama bin Laden. AP

Osama bin Laden, leiðtogi hryðju­verka­sam­tak­anna al-Qa­eda, hef­ur sent frá sér nýtt ávarp þar sem hann gagn­rýn­ir harðlega stefnu Baracks Obama, Banda­ríkja­for­seta, í mál­efn­um Miðaust­ur­landa. 

Ar­ab­íska sjón­varps­stöðin Al-Jazeera skýrði frá þessu skömmu eft­ir að Obama lenti í Sádi-Ar­ab­íu.  Um er að ræða ávarp á hljóðsnældu, líkt og bin-Laden hef­ur áður sent frá sér. Þar seg­ir bin Laden, að Obama fylgi stefnu fyr­ir­renn­ara síns, Geor­ge W. Bush, gagn­vart múslim­um. 

Í gær sendi Aym­an al-Zawahiri, næ­stráðandi bin Ladens í al-Qa­eda, frá sér ávarp þar sem hann hvatti Egypta til að hunsa Obama.

Obama mun dvelja nokkr­ar klukku­stund­ir í Riya­dh, höfuðborg Sádi-Ar­ab­íu, í dag en halda síðan til Kaíró í Egyptalandi. Þar mun hann halda ræðu, sem talið er að muni marka tíma­mót í sam­skipt­um Banda­ríkj­anna og íslamskra ríkja. Obama von­ast til að geta tekið upp viðræður við músli­oma, eytt mis­skiln­ingi og komið friðarferl­inu fyr­ir botni Miðjarðar­hafs af stað á ný. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert