Brown hvattur til afsagnar

Gordon Brown í Lundúnum í dag.
Gordon Brown í Lundúnum í dag. Reuters

Tölvupóstur gengur nú milli þingmanna breska Verkamannaflokksins þar sem Gordon Brown er hvattur til að segja af sér embætti forsætisráðherra.

Í tölvupóstinum, sem sjónvarpsstöðin Sky hefur undir höndum, segir m.a. að Brown hafi lagt gríðarlega mikið af mörkum á 12 ára valdatíma flokksins. Hins vegar sé hið pólitíska ástand með slíkum hætti nú, að hagsmunum Verkamannaflokksins yrði best borgið ef Brown segði af sér embættum forsætisráðherra og flokksleiðtoga svo flokkurinn geti valið nýjan leiðtoga fyrir næstu þingkosningar. 

Í tölvupóstinum eru þingmenn síðan beðnir um að skrifa undir bréfið og senda það á tiltekið netfang. Pósturinn verði því aðeins „birtur" að 50 þingmenn flokksins hið minnsta skrifi undir.

Hazel Blears, ráðherra sveitarstjórnamála, sagði í morgun af sér ráðherraembætti og er það talið til marks, að Brown sé að missa tökin á atburðarásinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka