Enn einn ráðherrann segir af sér

James Purnell
James Purnell

James Purnell, ráðherra vinnu- og lífeyrismála, hefur látið af embætti í Bretlandi og hvetur forsætisráðherrann Gordon Brown til að segja af sér. Samkvæmt breskum fjölmiðlum segist Purnell ekki lengur bera traust til Brown, það væri Verkamannaflokknum til góða ef hann léti af embætti.

Í afsagnarbréfi sem Purnell sendi fjölmiðlum segir hann að áframhaldandi seta Brown verði einungis Íhaldsflokknum til góða. Purnell var talinn einn hæfileikaríkasti ráðherra ríkisstjórnarinnar og er afsögn hans því talin vekja spurningar um hvort fleiri muni fylgja í kjölfarið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka