Kúbversk stjórnvöld afþökkuðu í dag að ganga á nú til liðs við Samtök Ameríkuríkja þrátt fyrir að lýsa því yfir að það væri „meiriháttar sigur“ að 47 ára útilokun landsins frá samtökunum skyldi nú loks vera aflétt.
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar innan samtakanna „er meiriháttar sigur fyrr S-Ameríku. Karíbasvæðið og kúbönsku þjóðina,“ er haft eftir Ricardo Alarcon, forseta kúbanska þingsins.
Alarcon bætti hins vegar við að ákvörðunin breytti ekki afstöðu Kúbu „frá því í gær, fyrradag eða í dag“.
Kúba - einasta kommúnistaríki álfunnar - og harður gagnrýnandi samtakanna hefur hingað til ekki sýnt neinn áhuga á að ganga aftur í samtökin sem stjórnvöld hafa háðulega kallað „pestarnár“ í ríkismiðlum sínum.
Fidel Castro, fyrrum forseti landsins, skrifaði grein sem birtist fyrir atkvæðagreiðsluna í ríkisdagblöðunum , þar sem hann lýsti samtökin samsek í „glæpum“ sem framin hefðu verið af Bandaríkjunum gagnvart eyjunni og öðrum S-Ameríkuríkjum.
Samþykkt samtakanna frá í gær nam úr gildi þegar í stað útilokun Kúbu frá samtökunum sem tók gildi 31. janúar 1962. Hins vegar var jafnframt sagt að kúbversk stjórnvöld yrðu að beygja sig undir lýðræðislegar samþykktir samtakanna.
„Kúba mun ekki sækja um aðild á morgun eða hinn. Þetta mun taka sinn tíma,“ segir aðalritari samtakanna, Jose Miguel Inulza, en bætti við samtökin hefðu engu að síður losað sig við gamlan dragbít.