Líklegt að vélin hafi brotnað í lofti

Sarkozy Frakklandsforseti og eiginkona hans voru viðstödd minningarathöfn um þá …
Sarkozy Frakklandsforseti og eiginkona hans voru viðstödd minningarathöfn um þá sem voru um borð í vélinni í Notre-Dame dómkirkjunni í gær. Reuters

Samkvæmt heimildum brasilíska dagblaðsins Estado de Sao Paulo sendi flugmaður flugvélar Air France sem fórst yfir Atlantshafi á mánudagsmorgun skeyti um að hann væri að fara inn í þykkt svart skýjabelti skömmu áður en bilanatilkynningar fóru að berast frá vélinni. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

 Tíu mínútum síðar barst tilkynning frá vélinni um að sjálfstýring hefði verið tekin af og að skipt hefði verið yfir í vararafkerfi vélarinnar. Skömmu síðar bars tilkynning um að kerfi sem hélt vélinni stöðugri hafi skaddast. Þá hringdi bjalla sem gaf til kynna að hættuástand hefði skapast. Síðasta tilkynningin, sem barst, var þess efnis að rafmagns og loftþrýstingskerfi vélarinnar hefði slegið út.

Frönsk yfirvöld sem fara með rannsókn flugslyssins hafa ekki viljað tjá sig um frétt blaðsins en sérfræðingurinn Bill Voss, sem starfar hjá stofnuninni Flight Safety Foundation, segir að sé þetta rétt bendi það til þess að vélin hafi brotnað í sundur í loftinu.

„Þetta er skýrsla um þær sekúndur sem líða frá því flugmenn missa stjórn á vélinni þar til hún brotnar í loftinu," segir hann í viðtali við Associated Press fréttastofuna.

Liðsmenn franska flughersins fara til leitar frá Dakar herstöðinni
Liðsmenn franska flughersins fara til leitar frá Dakar herstöðinni Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka