Brennuvargur dæmdur til dauða

Tveir slökkviliðsmenn sjást hér berjast við elda í Banning í …
Tveir slökkviliðsmenn sjást hér berjast við elda í Banning í Kaliforníu 27. október árið 2006. Degi eftir að fimm samstarfsfélagar þeirra létust við skyldustörf. Reuters

Þrjátíu og átta ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur til dauða í Kaliforníu, en maðurinn var fundinn sekur um að kveikja elda í Los Angeles árið 2006 sem urðu fimm slökkviliðsmönnum að bana.

Maðurinn var fundinn sekur um morð og íkveikju. Kviðdómur í Riverside lagði til að maðurinn yrði dæmdur til dauða og fór dómarinn að ráðleggingu kviðdómenda.

Hann var grunaður um að hafa kveikt a.m.k. 26 elda í Los Angeles og nágrenni borgarinnar árið 2006. Slökkviliðsmennirnir létu lífið við skyldustörf 26. október 2006.

Þá eyðilögðust 34 heimili og aðrar byggingar í eldsvoðanum og yfir 16.000 hektara svæði brann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert