Gordon Brown ætlar ekki að víkja

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segist ekki ætla að láta af embætti heldur muni hann halda baráttunni áfram. Brown, sem hefur stokkað upp í ríkisstjórn sinni, lét ummælin falla um leið og hann kynnti breytingarnar.

Hann segir að ríkisstjórnin ætli að koma efnahagslífinu til bjargar og boðar pólitískar hreingerningar.

Brown viðurkenndi hins vegar að Verkamannaflokkurinn hafi beðið ósigur í sveitarstjórnarkosningunum í gær. „Ég mun ekki hika. Ég mun ekki gefast upp. Ég mun halda starfinu áfram.“

Þá kynnti hann Glenys Kinnock sem ráðherra Evrópumála, en þetta hefur komið mörgum á óvart.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka