Hutton hættir sem varnarmálaráðherra

John Hutton varanarmálaráðherra Bretlands er hann var staddur í Írak
John Hutton varanarmálaráðherra Bretlands er hann var staddur í Írak Reuters

Staðhæft er á fréttavef Sky að John Hutton, varnarmálaráðherra Bretlands, hafi sagt af sér ráðherraembætti og að hann hyggist ekki bjóða sig fram í næstu þingkosningum.

Skrifstofa Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, staðfesti í morgun að hann muni í dag gera breytingar á ríkisstjórn sinni.

Fimm ráðherrar hafa sagt af sér embætti í vikunni og ljóst er að Verkamannaflokkur Browns hefur ekki farið vel út úr sveitarstjórnakosningum, sem fóru fram í gær.

Breska ríkisútvarpið BBC sagði í morgun, að Alistair Darling yrði áfram fjármálaráðherra en fyrr í vikunni voru vangaveltur um að Ed Balls, skólamálaráðherra, tæki við embætti fjármálaráðherra.  Þá segir Sky sjónvarpsstöðin, að Alan Johnson, heilbrigðisráðherra, tali við embætti  innanríkisráðherra en Hazel Blairs, sem gegndi þeirri stöðu, sagði af sér í vikunni.  Einnig er talið að Jack Straw verði áfram dómsmálaráðherra og David Miliband áfram utanríkisráðherra.

James Purnell, atvinnumálaráðherra, sagði af sér í gærkvöldi og lýsti  því yfir við það tækifæri, að ef Brown yrði áfram við stjórnvölinn ykjust stöðugt líkur á sigri Íhaldsflokksins í næstu kosningum.  Tveir aðrir ráðherrar og tveir aðstoðarráðherrar hafa einnig sagt af sér. 

Fyrstu niðurstöður úr sveitarstjórnarkosningunum, sem fram fóru í gær,  voru birtar í morgun og þar tapaði Verkamannaflokkurinn bæjarfulltrúum til Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata.  Einnig var kosið til Evrópuþingsins en úrslitin í þeim kosningum verða ekki birt fyrr en um helginia. 

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands
Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka