Mannskæð átök í Perú

Frá mótmælum indíánana í Perú í dag.
Frá mótmælum indíánana í Perú í dag. AP

Að minnsta kosti 31 hefur látið lífið í átökum á milli öryggissveita og indíána í Amazon-héraði Perú. Ættbálkaleiðtogar segja að a.m.k. 22 indíánar hafi látist. Innanríkisráðuneyti landsins segir hins vegar að níu lögreglumenn hafi látið lífið.

Átökin brutust út þegar öryggissveitirnar reyndu að leysa upp mótmæli, en íbúarnir höfðu lokað vegi í héraðinu.

Indíánarnir halda því fram að með nýrri löggjöf þá verði það auðveldara fyrir erlend fyrirtæki að notfæra sér landareignir þeirra og nýta sér þær náttúruauðlindir sem er það að finna.

Átökin áttu sér stað við hraðbraut skammt frá bænum Bagua, sem er rúmlega 1.000 km norður af höfuðborginni Lima.

Þetta eru alvarlegustu átökin sem hafa brotist út frá því indíánarnir hófu að mótmæla í apríl sl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert