Myndir af gestum Berlusconis birtar

Spænska dagblaðið El Pais birti í dag fimm ljósmyndir af veislugestum, meðal annars ungum, berbrjósta stúlkum, í húsi Silvios Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, í Sardiníu. Hermt var í síðustu viku að Berlusconi hafi reynt hvað hann gat til að stöðva myndbirtinguna.

Þá var greint frá því að ljósmyndari nokkur hefði tekið um 700 myndir í húsinu og garði þess, meðal annars af berbrjósta stúlkum sem spókuðu sig í garðinum eða fóru í sturtu.

Á öðrum myndum sést Berlusconi spjalla við konur.

Berlusconi var fljótur að bregðast við myndbirtingunni og sagði myndirnar saklausar. Hann sagði þær hins vegar grófa árás á einkalíf sitt. „Ég óttast þessar myndir ekki. Þær eru saklausar og það er ekkert hneyksli þarna á ferð, en frekar árás á einkalíf mitt,“ sagði Berlusconi í samtali við ítalska fjölmiðla.

Frétt El Pais

Silvio Berlusconi.
Silvio Berlusconi. REUTERS
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert