Obama: Stundin er núna

Barack Obama Bandaríkjaforseti með Elie Wiesel og Angelu Merkel, kanslars …
Barack Obama Bandaríkjaforseti með Elie Wiesel og Angelu Merkel, kanslars Þýskalands, í Buchenwald fangabúðunum í dag. Reuters

Barack Obama Bandaríkjaforseti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hétu því eftir fund sinn í Dresden í Þýskalandi í dag að leggja stóraukna áherslu á friðarumleitanir í Miðausturlöndum. Obama sagði ríkisstjórn sína leggja mikla áherslu á að endurvekja friðarferli Ísraela og Palestínumanna.

„Stundin er núna, til að hrinda því í framkvæmd sem báðir aðila vita að er rétt,” sagði hann. Obama heimsótti einnig fangabúðir nasista í Buchenwald í dag en móðurafi hann var einn þeirra bandarísku hermanna sem frelsuðu fanga í Ohrdruf- búðunum, sem voru hluti Buchenwald búðanna. Obama sagðist í heimsókninni þangað ekki nenna að ræða sannleiksgildi sögulegra staðreynda.  

„Ég hef enga þolinmæði gagnvart fólki sem afneitar sögunni og sagan um helförina er ekki byggð á tilgátum,” sagði hann. Þá hvatti hann Mahmoud Ahmadinejad Íransforseta til að heimsækja búðirnar en fyrr í þessari viku ítrekaði Ahmadinejad fyrri yfirlýsingar sínar um að helför gyðinga væri blekking.

Obama sagði eftir fund sinn með Merkel að hann liti á málefni Írana í víðu samhengi, m.a. út frá því að nauðsynlegt væri að koma í veg fyrir kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaup í Miðausturlöndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka