Sökuð um að hafa njósnað fyrir Castro

Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi embættismann og eiginkonu hans fyrir njósnir. Þau eru sökuð um að hafa njósnað fyrir stjórnvöld á Kúbu í rúma þrjá áratugi.

Walter Myers, sem er 72 ára, og Gwendolyn Myers, sem er 71 árs, eru sökuð um að hafa starfað yfir Kúbustjórn og eru einnig sökuð um fjársvik. Þau eru búsett í Washington.

Verði þau fundin sek gætu þau átt von á því að vera dæmd í 20 ára fangelsi, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Hjónin voru handtekin í kjölfar lögregluaðgerðar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI). Starfsmaður FBI, sem þóttist vera njósnari frá Kúbu, fékk hjónin til að upplýsa sig um störf þeirra.

Myers hóf störf fyrir bandaríska utanríkisráðuneytið árið 1977. Þar starfaði hann sem leiðbeinandi. Þar fékk hann aðgang að háleynilegum upplýsingum. Þegar á leið fékk hann aukinn aðgang að slíkum upplýsingum.

Hann lét af störfum árið 2007 vegna aldurs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert