Sökuð um að hafa njósnað fyrir Castro

Banda­rísk yf­ir­völd hafa ákært fyrr­ver­andi emb­ætt­is­mann og eig­in­konu hans fyr­ir njósn­ir. Þau eru sökuð um að hafa njósnað fyr­ir stjórn­völd á Kúbu í rúma þrjá ára­tugi.

Walter Myers, sem er 72 ára, og Gwendo­lyn Myers, sem er 71 árs, eru sökuð um að hafa starfað yfir Kúbu­stjórn og eru einnig sökuð um fjár­svik. Þau eru bú­sett í Washingt­on.

Verði þau fund­in sek gætu þau átt von á því að vera dæmd í 20 ára fang­elsi, að því er fram kem­ur á frétta­vef BBC.

Hjón­in voru hand­tek­in í kjöl­far lög­regluaðgerðar banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar (FBI). Starfsmaður FBI, sem þótt­ist vera njósn­ari frá Kúbu, fékk hjón­in til að upp­lýsa sig um störf þeirra.

Myers hóf störf fyr­ir banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneytið árið 1977. Þar starfaði hann sem leiðbein­andi. Þar fékk hann aðgang að há­leyni­leg­um upp­lýs­ing­um. Þegar á leið fékk hann auk­inn aðgang að slík­um upp­lýs­ing­um.

Hann lét af störf­um árið 2007 vegna ald­urs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert