17 lík fundin úr flugvélinni

Brasilísk herþyrla við leitarstörf.
Brasilísk herþyrla við leitarstörf. Reuters

Brasilísk yfirvöld tilkynntu rétt í þessu að 15 lík hefðu verið dregin úr Atlantshafinu í kvöld, þau eru talin vera af farþegum frönsku flugvélarinnar sem hrapaði í síðustu viku. Alls hafa 17 lík fundist á leitarsvæðinu en 228 farþegar voru í vélinni, þar af einn Íslendingur.

Að sögn Henry Munhoz, talsmanni brasilíska hersins voru fjögur líkanna sem fundust í kvöld af karlmönnum og fjögur af konum. Ekki er vitað um kyn annarra líka. Munhoz sagði fréttamönnum einnig að ýmsir hlutar úr Airbus 220 vélinni hefðu fundist en hann vildi ekki gefa upp hvaða hlutar það væru að svo stöddu.

Líkin verða flutt til rannsóknar í Brasilíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka