Bandaríkjastjórn íhugar nú að setja Norður-Kóreu aftur á lista yfir þjóðir sem styðja hryðjuverk. Þetta sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Nafn Norður-Kóreu var fjarlægt í október sl. í kjölfar þess að þarlend stjórnvöld hófu að taka kjarnkljúf í sundur. Þau hafa hins vegar framkvæmt nokkrar kjarnorkutilraunir síðan þá.
Clinton sagði í samtali við bandarísku fréttastöðina ABC að aðgerðir Norður-Kóreumanna leiði til þess að Bandaríkjastjórn íhugi að endurskoða afstöðu sína í málinu.
Þá hefur einn af sonum Kim Jong-il sagt að bróðir hann verði mögulega útefndur sem arftaki föður síns.