Dalai Lama heiðraður í París

Dalai Lama var brosmildur að vanda þegar hann var gerður …
Dalai Lama var brosmildur að vanda þegar hann var gerður að heiðursborgara Parísar. Með honum á myndinni er borgarstjórinn Bertrand Delanoe. Reuters

Dalai Lama, trú­ar­leiðtogi Tíbeta, var í dag gerður að heiðurs­borg­ara Par­ís­ar, þrátt fyr­ir hörð mót­mæli Kín­verja. „Ég tek á móti þess­ari viður­kenn­ingu sem mann­eskja sem ver mann­leg gildi, frið og berst gegn of­beldi,“ sagði Dalai Lama þegar hann tók á móti viður­kenn­ing­unni.

Þetta hef­ur reynst vera mik­ill diplóma­tísk­ur höfuðverk­ur fyr­ir Frakka, sem eru enn að reyna að bæta sam­skipt­in við Kína. Þau versnuðu nokkuð eft­ir að Nicolas Sar­kozy Frakk­lands­for­seti átti fund með Dalai Lama í des­em­ber sl.

Yf­ir­völd í Pek­ing saka Dalai Lama um að vera leiðtoga tíbet­skra aðskilnaðarsinna. Þeir sem eigi fund með hon­um séu því að skipta sér af kín­versk­um inn­an­rík­is­mál­um. Kín­verj­ar hafa hvatt Evr­ópu­rík­in, þ.m.t. Ísland, um að hafa eng­in sam­skipti við leiðtog­ann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka