Eva Joly náði kjöri

Eva Joly.
Eva Joly. mbl.is/Ómar

Eva Joly, fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­dóm­ari í Frakklandi, seg­ir ljóst að hún hafi náð kjöri á Evr­ópuþingið fyr­ir franska flokk­inn Europe Ecologie. Joly seg­ir við norsku frétta­stof­una NTB, að hugs­an­lega nái flokk­ur­inn tveim­ur mönn­um á þingið.

Joly er fædd í Nor­egi en bjó lengi í Frakklandi. Hún er ráðgjafi embætt­is sér­staks sak­sókn­ara á Íslandi, sem rann­sak­ar banka­hrunið.   

Kosn­ing­um til Evr­ópuþings­ins lauk í aðild­ar­ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins í dag. Víðast hvar hef­ur kjör­sókn verið dræm og svo virðist vera sem aðeins 43% at­kvæðis­bærra manna í lönd­un­um hafi nýtt at­kvæðis­rétt sinn. Í síðustu kosn­ing­um árið 2004 var kjör­sókn 45,5%.

Skoðanakann­an­ir benda til þess, að íbú­ar í lönd­un­um séu óánægðir með hvernig stjórn­völd hafi tekið á mál­um vegna fjár­málakrepp­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert