Obama var með smakkara

Bandarískur „smakkari" var með í för þegar Barack Obama, Bandaríkjaforseti, og fjölskylda hans, snæddu kvöldverð á veitingahúsi í París í gærkvöldi. 

„Þeir eru með mann sem smakkar réttina," sagði Gabriel de Carvalho, þjónn á veitingahúsin La Fontaine de Mars, þar sem bandaríska forsetafjölskyldan snæddi í gærkvöldi.

„Kokkarnir voru ekki sérlega ánægðir í fyrstu en þessi maður var afar ljúfur og rólegur og allt gekk vel," sagði þjónninn við sjónvarpsstöðina Itele.

Veitingahúsið staðfesti þessa frásögn við AFP fréttastofuna.  La Fontaine de Mars er skammt frá Eiffelturninum í borginni. Að sögn fékk Barack sér lambasteik og drakk vatn með en aðrir í fjölskyldunni völdu nautakjöt.

Obama og fjölskylda hans skoðuðu í morgun  Pompidou nýlistasafnið. Forsetinn hélt síðan heim á leið til Bandaríkjanna en Michelle, kona hans, og dætur þeirra tvær, urðu eftir í París og ætla að skoða sig betur um og versla. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert