Berlusconi treður á fleiri tær

Silvio Berlusconi er kominn í ham.
Silvio Berlusconi er kominn í ham. ALESSANDRO BIANCHI

Ein af helstu mannréttindasamtökum Afríku hafa harðlega gagnrýnt „fordómafull“ ummælum Silvio Berlusconi um að Mílanó minnti helst á afrískar borgir.

Samtökin Raddho sögðu í tilkynningu frá höfuðstöðvun þeirra í Dakar í Senegal að mótmælt væri harðlega fordómafullri afstöðu á Ítalíu gagnvart kynþáttum, einkanlega afrískum.

„Þessi tilhneiging beinist fyrst og fremst að því að „ýta undir kynþáttafordóma hægri sinnaðra kjósenda,“ segir í tilkynningu samtakanna.

Berlusconi var í heimaborg sinni, Mílanó, á fimmtudag og sagði þá: „Þegar ég geng um stræti miðborgar Mílanó og sé allan þennan fjölda fólks sem er ekki af ítölskum uppruna finnst mér eins og ég sé ekki lengur í evrópskri borg heldur afrískri.“

„Við getum ekki sætt okkur við þetta, við verðum að snúa þeim á brott,“ segir Berlusconi og vísar til stefnu hægri sinnaðrar stjórnar sinnar um að vísa frá afrískum innflytjendum áður en þeir nái landi.

Ummælum Berlusconi hefur þegar verið mótmælt af andstæðingum og kaþólsku kirkjunni.

Samtökin Raddho hafa krafið senegölsk stjórnvöld og þing landsins að fordæma ummælin og krefjast afsökunarbeiðni að hálfu Berlusconi.

Á eftir Frakklandi er Ítalía fyrirheitna land flestra sómalskra innflytjenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert