Kínverjar reiðir Frökkum

Dalai Lama færir Bertrand Delanoe borgarstjóra í París hvítan klút.
Dalai Lama færir Bertrand Delanoe borgarstjóra í París hvítan klút. Reuters

Yf­ir­völd í Kína mót­mæltu harðlega og for­dæmdu þann heiður sem Dalai Lama, and­legs leiðtoga Tíbeta, var sýnd­ur í Par­ís er hann var gerður að heiðurs­borg­ara í gær. Segja Kín­verj­ar að þetta kunni að leiða til al­var­legra trufl­ana á sam­skipt­um þjóðanna.

„Hegðun borg­ar­stjórn­ar­inn­ar í Par­ís hef­ur valdið al­var­leg­um trufl­un­um á sam­skipt­um Kína og Frakk­lands," seg­ir í til­kynn­ingu sem send var með faxi á rit­stjórn frönsku frétta­stof­unn­ar AFP frá ut­an­rík­is­ráðuneyti Kína.

Ekki er langt síðan Frakk­ar og Kín­verj­ar jöfnuðu ágrein­ing sinn vegna þess, að Nicolas Sar­kozy, Frakk­lands­for­seti, átti fund með Dalai Lama í des­em­ber. 

Sendi­herra Kína á Íslandi gekk á fund ráðuneyt­is­stjóra ut­an­rík­is­ráðuneyt­is Íslands í síðustu viku meðan Dalai Lama var stadd­ur hér á landi. Einnig var sendi­herra Íslands í Kína kallaður á fund í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu í Pek­ing. Kvörtuðu Kín­verj­ar yfir því að heim­sókn Dalai Lama væri far­in að fá á sig op­in­ber­an blæ í ljósi þess að ráðherr­ar og aðrir framá­menn hefðu hitt hann að máli.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert