Þingmaður varð fyrir kú

David Blunkett varð fyrir kú.
David Blunkett varð fyrir kú. Reuters

Fyrrum innanríkismálaráðherra Bretlands, David Blunkett meiddist er kú réðist á hann og blindrahundinn Sadie. Blunkett sem er þingmaður breska verkamannaflokksins í Sheffield hlaut rifbeinsbrot við árásina.

Samkvæmt dagblaðinu Guardian var þingmaðurinn á göngu á 62 ára afmæli sínu er kýrin réðst til atlögu, hún felldi Blunkett og traðkaði síðan á honum.

„Ég veit að almenningur er reiður út í stjórnmálamenn en hafði ekki gert mér grein fyrir því að óánægjan hefði einnig náð fótfestu í kúastofnum landsins." sagði Blunkett í samtali við The Guardian.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert