Þrýstingurinn á Brown eykst

Gordon Brown forsætisráðherra.
Gordon Brown forsætisráðherra. Reuters

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, býr sig nú undir að mæta andstæðingum sínum eftir að enn einn ráðherrann lét af embætti og gagnrýndi forsætisráðherrann harðlega um leið. Mjög er þrýst á að Brown segi af sér.

Jane Kennedy, fyrrum umhverfisráðherra, segist ekki getað stutt Brown sem leiðtoga flokksins.

Verkamannaflokkurinn galt afhroð í kosningum til Evrópuþingsins. Flokkurinn hlaut aðeins 15% atkvæða og varð á eftir breska Sjálfstæðisflokknum.

Brown mun brátt ávarpa alla þingmenn Verkamannaflokksins og búast margir við því að nú sé að duga eða drepast fyrir forsætisráðherrann, að því er segir á fréttavef BBC.

David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, segir að Brown og andstæðingar hans dansi nú hægan pólitískan dauðadans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert