Um 11.000 fangar eru nú á bak við lás og slá í bandarískum fangelsum í Írak. Að sögn Bandaríkjahers verður meirihluti þeirra annað hvort sleppt eða afhentur íröskum yfirvöldum, skv. samkomulagi sem bandarísk og írösk stjórnvöld hafa gert með sér.
Herinn greindi frá því að fangarnir séu 11.057 talsins í þremur fangelsum. Tvö þeirra eru í nágrenni við Bagdad, höfuðborg Íraks, Cropper og Taji. Eitt er í Suður-Írak, Bucca.
„Þegar föngunum fækkar niður í 8.000 þá munum við loka bráðabirgðaaðstöðunni í Bucca og allir fangarnir verða í búðunum í Cropper and Taji,“ segir herinn í tilkynningu.
Írakar munu taka yfir stjórn Taji-fangabúðanna snemma á næsta ári. Búist er við því að Írakar taki yfir Cropper-fangabúðirnar í ágúst 2010.
Í mars sl. greindi herinn frá því að hann héldi um 13.000 föngum á bak við lás og slá í landinu. Um helmingur þeirra var sagður vera hættulegur.