Karlmaður fæðir annað barn

Thomas Beatie er hann gekk með fyrsta barn sitt.
Thomas Beatie er hann gekk með fyrsta barn sitt.

Thom­as Beatie, sem fædd­ist kona en hef­ur geng­ist und­ir leiðrétt­ingu á kyni sínu, hef­ur nú eign­ast sitt annað barn. Mynd­ir af Beatie, skeggjuðum með óléttumaga, sem birt­ust á síðasta ári vöktu mikla at­hygli og um­tal en hann eignaðist barn á síðasta ári ásamt eig­in­konu sinni.

Eig­in­kona Thom­as, Nancy, mun sjá um að gefa barn­inu brjóst rétt eins og hún gerði með fyrra barn þeirra. „Það er hvorki karl­kyns né kven­kyns þörf að vilja eign­ast barn. Það er mann­leg þörf. Ég er mann­eskja og hef rétt til þess að eign­ast mitt eigið barn,“ seg­ir Beatie.

Thom­as Beatie var kallaður „ólétti karl­inn“ eft­ir að hann kom fram í þætti Opruh Win­frey í fyrra til að ræða þung­un­ina.  Hann fædd­ist kona og hef­ur látið fjar­lægja brjóst sín og tekið karlhorm­óna árum sam­an en haldið kven­kyn­fær­um sín­um. Hann er því karl í laga­leg­um skiln­ingi þrátt fyr­ir að hann hafi innri líf­færi konu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert