Að minnsta kosti 11 hafa látið lífið og 46 hafa særst í sprengjuárás í Peshawar í norðausturhluta Pakistans. Vörubifreið, sem var full af sprengiefni, var að ekið að glæsihóteli í borginni og hún sprengd.
Að sögn lögreglu er eyðileggingin gríðarleg. Þetta er sjöunda mannskæða sprengjuárásin sem er gerði í borginni á mánaðartímabili. Óttast er að Talibanar séu að hefna fyrir hernaðaraðgerðir stjórnvalda, sem hafa sótt mjög að Talibönum undanfarnar sex vikur á þremur svæðum í norðvesturhluta Pakistans.
Erlendir ríkisborgarar eru á meðal þeirra sem hafa særst. Lögreglan segir að tala látinna og særðra eigi eftir að hækka.
Mikil ringulreið er nú fyrir utan glæsihótelið Pearl Continental, sem er í rúst eftir árásina.