Árásarmaðurinn sagður afneita helförinni

Maðurinn hefur skrifað bók um Hitler og helförina, sem hann …
Maðurinn hefur skrifað bók um Hitler og helförina, sem hann afneitar. Reuters

Maðurinn sem gekk vopnaður inn á Helfararsafnið í Washington í dag og skaut þar öryggisvörð til bana er sagður lengi hafa afneitað að helförin hafi átt sér stað. Hann er jafnframt talinn tengjast samtökum kynþáttahatara. Árásarmaðurinn, sem að sögn fjölmiðla vestanhafs er 88 ára og heitir James von Brunn, særðist sjálfur illa í árásinni og er talinn í lífshættu. 

Hann sat jafnframt í 6 og hálft ár í fangelsi árið 1981 fyrir að ryðjast vopnaður inn í Seðlabanka Bandaríkjanna en hann taldi að bankinn hefði sérstaklega verið settur á laggir til að þjóna gyðingum í viðskiptalífinu. Þar var hann handtekinn áður en honum tókst að vinna nokkurn skaða. 

Von Brunn hefur einnig skrifað bók um helförina, Adolf Hitler og hugmyndir sínar um yfirburði hvíta kynþáttarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert