Franska ríkisstjórnin tilkynnti í dag áætlanir um að setja lög um svokallaðan kolefnaskatt á orkufrekan varning. Reiknað er með að lögin taki gildi um 2011 sem hluti af átaki Frakka og tilraun til að draga úr áhrifum gróðurhúsalofttegunda á hlýnun jarðar.
Umhverfismálaráðherrann Jean-Louis Borloo tilkynnti þetta í svokallaðri „hvítri skýrslu". Skattinum er ætlað að stýra neyslu neytenda að umhverfisvænum varningi og þjónustu.