Heróínverksmiðja jöfnuð við jörðu

Afganskir bændur á valmúaakri í Grishk í Helmand-héraði.
Afganskir bændur á valmúaakri í Grishk í Helmand-héraði. Reuters

Fjörutíu og sjö uppreisnarmenn og fimm lögreglu og stjórnarhermenn eru sagðir hafa fallið í átökum í Afganistan á undanförnum þremur dögum. Þá hefur fjölþjóðaliðið í landinu eyðilagt heróínverksmiðju talibana.

„Eftir að gengið hafði verið úr skugga um að óbreyttum borgurum yrði ekki stefnt í hættu, skutu hermenn hátækniflugskeytum á hópinn. Í árásinni féllu Mustafa og 16 herskáir samstarfsmenn hans," segir talsmaðu hersins.

Þrjátíu meintir talibanar hafa einnig fallið í átökum í Uruzgan-héraði í suðurhluta landsins undanfarna daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert