Byssurnar rjúka út

Áhugamenn um skotvopn í Bandaríkjunum byrgja sig nú upp af vopnum af ótta við fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnar Baracks Obama forseta á lögum um byssueign. Byssusali í Colorado segir söluaukninguna nema 500 prósentum.

Segir maðurinn, Mel Bernstein, erfitt að panta A-47 hríðskotariffla, enda eftirspurnin afar mikil.

Annar mælikvarði er að á fyrstu fjórum mánuðum ársins fjölgaði athugunum Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, á bakgrunni væntanlegra byssukaupanda um fjórðung. 

Um 60.000 manns sóttu heim byssusýninguna í Phoenix, Arizona, í síðasta mánuði og má því ljóst vera að áhuginn á skotvopnum er mikill.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert