Byssurnar rjúka út

00:00
00:00

Áhuga­menn um skot­vopn í Banda­ríkj­un­um byrgja sig nú upp af vopn­um af ótta við fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar rík­is­stjórn­ar Baracks Obama for­seta á lög­um um byssu­eign. Byssu­sali í Col­orado seg­ir sölu­aukn­ing­una nema 500 pró­sent­um.

Seg­ir maður­inn, Mel Bern­stein, erfitt að panta A-47 hríðskotariffla, enda eft­ir­spurn­in afar mik­il.

Ann­ar mæli­kv­arði er að á fyrstu fjór­um mánuðum árs­ins fjölgaði at­hug­un­um Banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar, FBI, á bak­grunni vænt­an­legra byssu­kaup­anda um fjórðung. 

Um 60.000 manns sóttu heim byssu­sýn­ing­una í Phoen­ix, Arizona, í síðasta mánuði og má því ljóst vera að áhug­inn á skot­vopn­um er mik­ill.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert