Drepa í rettunum 1. júlí

Reykingabaráttan heldur áfram.
Reykingabaráttan heldur áfram. Reuters

Það stytt­ist í að ný reyk­ing­ar­lög­gjöf taki gildi á Grikklandi, en 1. júlí nk. verða reyk­ing­ar bannaðar á op­in­ber­um stöðum í land­inu. Þetta er í þriðja sinn sem grísk stjórn­völd gera til­raun til að draga úr reyk­ing­um í land­inu, sem er mesta reyk­ing­arþjóð Evr­ópu.

Gríska heil­brigðisráðuneytið grein­ir frá því að skv. nýju lög­un­um, sem fór fyr­ir þingið fyr­ir og var samþykkt fyr­ir ári síðan, verða mörg þúsund veit­inga­hús og bar­ir, sem eru 70 fer­metr­ar og stærri, að setja upp sér­stakt reyk­her­bergi.

Veit­inga­hús og bar­ir sem eru minni verða að ákveða hvort þeir ætli ein­vörðungu að taka á móti reyk­ing­ar­fólki eða breyt­ast í reyk­laus­an stað. Þeir sem ger­ast brot­leg­ir við lög­in geta átt von á allt að 500 evra (um 90.000 kr.) sekt.

Dimitris Avramopou­los, heil­brigðisráðherra lands­ins, seg­ir að lands­menn séu bún­ir und­ir þess­ar breyt­ing­ar.

Um 20.000 Grikk­ir lát­ast ár­lega af völd­um sjúk­dóma sem tengj­ast reyk­ing­um. Um 42% lands­manna reyk­ir skv. töl­um frá fram­kvæmda­stjórn ESB. Næst á eft­ir koma Búlgar­ar (39%) og Lett­ar (37%).

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert