Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi og þar með skilgreint svínaflensuna (H1N1) sem heimsfaraldur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Mariu Larsson heilbrigðisráðherra Svíþjóðar.
„Viðbúnaðarstig sex er ekki úrskurður um það hversu skæð veiran er heldur þýðir það einungis að útbreiðsla á heimsmælikvarða falli undir skilgreinungu faraldurs.
Fjörutíu ár eru frá því síðast var lýst yfir heimsfaraldri.
Margaret Chan, framkvæmdastjóri WHO, stýrði í dag fundi með fulltrúum átta ríkja þar sem hlutfallslega flest tilfelli flensunnar hafa greinst. Fyrir fundinn sagði hún að hún teldi að hægt væri að skilgreina veikina sem faraldur en að hún vildi fara nánar yfir gögn málsins áður en viðbúnaðarstiginu yrði breytt.