Norska öryggislögreglan mun rannsaka hvort öryggisþjónusta norska hersins (FOST) hafi haldið uppi njósnum um Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, og aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar.
Stoltenberg segir í tilkynningu, að varnarmálaráðuneytið hafi óskað eftir því að lögreglan rannsaki hvort lög hafi verið brotin og fylgst hafi verið með netnotkun ráðhera og starfsmanna ráðuneyta.
Að sögn norska ríkisútvarpsins greip FOST til þessara aðgerða vegna mikilla tölvupóstsamskipta, sem starfamaður í dómsmálaráðuneytinu átti í.
FOST hefur ekki heimild til að stunda símahleranir eða hafa eftirlit með einstaklingum. En grunur leikur á að öryggisþjónustan hafi m.a. skoðað vefsíður, sem starfsmenn í dómsmálaráðuneytinu hafa heimsótt.