Danski kaupsýslumaðurinn Stein Bagger hlaut í dag sjö ára fangelsisdóm fyrir fjársvik. Í frétt Berlingske Tidende segir að Bagger hafi svindlað á fólki sem féll á eigin græðgi, blindu og klúðri en að dómurinn hafi einungis fellt Bagger sem tók við dómsorðinu beinn í baki og án þess að bregða svip.
Hann bað um umhugsunarfrest til að ákveða hvort hann muni áfrýja dóminum. Bagger hlaut sjö ár fyrir stórfelld fjársvik og skjalafals við rekstur fyrirtækisins IT Factory. Samkvæmt ákærunni dró Bagger sér 972 milljónir danskra króna, jafnvirði ríflega 23 milljarða króna.
Dómarinn sagði að um sögulegt fjársvikamál væri að ræða.