Kosningarnar hefjast í Íran

Mirhossein Mousavi (lengst til vinstri) reynir að velta Ahmadinejad úr …
Mirhossein Mousavi (lengst til vinstri) reynir að velta Ahmadinejad úr sessi. DAMIR SAGOLJ

Íran­ir ganga til for­seta­kosn­inga í dag eft­ir harða og snarpa kosn­inga­bar­áttu. Talið er nær ör­uggt að valið standi í reynd á milli nú­ver­andi for­seta, Mahmoud Ahma­dinejad, sem sæk­ist eft­ir öðru fjög­urra ára kjör­tíma­bili, og Mir Hossein Mousavi, sem reyn­ir nú fyr­ir sér aft­ur á hinu póli­tíska sviði eft­ir tveggja ára­tuga þrauta­göngu.

Und­ir lok kosn­inga­bar­átt­unn­ar lét Ahma­dinejad hafa eft­ir sér að hel­för­in væri aðeins goðsögn og sakaði and­stæðing sinn um að klækj­um í anda Hitlers til þess að vinna sér hylli al­menn­ings. 

Mousavi hef­ur heitið því að bæta sam­skipti Írans við um­heim­inn, þó menn ef­ist um að hann hefði í reynd vald til þess breyta kjarn­orku­stefnu lands­ins þar sem slík­ur grund­vall­ar­ákv­arðanir séu í reynd í hönd­um Ayatollah Ali Khamenei æðstaklerk lands­ins. 

Að mati Mousa­vis hef­ur ut­an­rík­is­stefna Ahma­dinejads dregið úr reisn Írans á alþjóðavett­vangi og hann hef­ur líkt og fleiri fram­bjóðend­ur í bar­átt­unni sakað for­set­ann sitj­andi um mis­tök í fjár­mála­stjórn lands­ins.   

Ayatollah Ali Khamenei ávarpaði þjóð sína í sjón­varps­út­send­ingu þar sem hann hvatti Írana til að sýna still­ingu í dag á kosn­inga­dag­inn. Kosn­inga­bar­átt­an hef­ur hins veg­ar mjög hörð og ein­kennst af fjölda­mót­mæl­um á göt­um úti og skít­kasti milli fram­bjóðenda. 

„Kosn­inga­rétt­ur­inn fel­ur í sér rétt­indi en líka skyld­ur. Ég hvet alla til að mæta snemma á kjörstað og kjósa og taka þannig þátt í því að velja æðstu for­ystu þessa lands,“ sagði Khamenei við fjöl­miðla.

Bú­ist er við að kosn­ingaþátt­taka verði í sögu­legu há­marki, en alls ríf­lega 46 millj­ón­ir íbúa lands­ins kosn­inga­rétt, þar af er helm­ing­ur­inn ungt fólk sem fædd­ist eft­ir ís­lömsku bylt­ing­una 1979. 

Stjórn­mála­spek­ing­ar eru hik­andi við að spá til um úr­slit kosn­ing­anna. Þeir telja ekki ólík­legt að kosn­ing­arn­ar nú fari eins og árið 2005 þegar hinn frem­ur lítt þekkti Ahma­dinejad vann óvænt­an sig­ur á mót­fram­bjóðanda sín­um, klerk­in­um Ak­b­ar Hashemi Rafs­anj­ani, í seinni um­ferð kosn­ing­anna.

Kosn­inga­bar­átt­an nú , sem aðeins hef­ur staðið í þrjár vik­ur, hef­ur enn bet­ur leitt í ljós þann mun sem er á af­stöðu borg­ar­búa ann­ars veg­ar og lands­byggðar­inn­ar hins veg­ar. Þannig styður fólk á lands­byggðinni Ahma­dinejad meðan ungt fólk, bæði menn og kon­ur, sem búa í borg­um lands­ins styðja Mousavi. 

Nýs for­seta býður það hlut­verk að leiða landið út úr verstu fjár­málakreppu lands­ins um lengi tíma. Þannig mæl­ist verðbólga nú 24% hjá þess­ari næst­stærsta ol­íu­út­flytj­enda OECD ríkja, auk þess sem tekj­ur af út­flutn­ingi hrá­ol­íu hafa minnkað til muna þar sem verð á heims­mörkuðum hef­ur lækkað úr 147 banda­ríkja­döl­um í 72 dali fatið. 

Önnur um­ferð kosn­ing­anna fer fram 19. júní fái eng­inn fram­bjóðandi 50% at­kvæða í kosn­ing­un­um í dag.

Mahmoud Ahmadinejad nýtur mikils stuðnings á landsbyggðinni.
Mahmoud Ahma­dinejad nýt­ur mik­ils stuðnings á lands­byggðinni. DAMIR SA­GOLJ
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert