Íranir ganga til forsetakosninga í dag eftir harða og snarpa kosningabaráttu. Talið er nær öruggt að valið standi í reynd á milli núverandi forseta, Mahmoud Ahmadinejad, sem sækist eftir öðru fjögurra ára kjörtímabili, og Mir Hossein Mousavi, sem reynir nú fyrir sér aftur á hinu pólitíska sviði eftir tveggja áratuga þrautagöngu.
Undir lok kosningabaráttunnar lét Ahmadinejad hafa eftir sér að helförin væri aðeins goðsögn og sakaði andstæðing sinn um að klækjum í anda Hitlers til þess að vinna sér hylli almennings.
Mousavi hefur heitið því að bæta samskipti Írans við umheiminn, þó menn efist um að hann hefði í reynd vald til þess breyta kjarnorkustefnu landsins þar sem slíkur grundvallarákvarðanir séu í reynd í höndum Ayatollah Ali Khamenei æðstaklerk landsins.
Að mati Mousavis hefur utanríkisstefna Ahmadinejads dregið úr reisn Írans á alþjóðavettvangi og hann hefur líkt og fleiri frambjóðendur í baráttunni sakað forsetann sitjandi um mistök í fjármálastjórn landsins.
Ayatollah Ali Khamenei ávarpaði þjóð sína í sjónvarpsútsendingu þar sem hann hvatti Írana til að sýna stillingu í dag á kosningadaginn. Kosningabaráttan hefur hins vegar mjög hörð og einkennst af fjöldamótmælum á götum úti og skítkasti milli frambjóðenda.
„Kosningarétturinn felur í sér réttindi en líka skyldur. Ég hvet alla til að mæta snemma á kjörstað og kjósa og taka þannig þátt í því að velja æðstu forystu þessa lands,“ sagði Khamenei við fjölmiðla.
Búist er við að kosningaþátttaka verði í sögulegu hámarki, en alls ríflega 46 milljónir íbúa landsins kosningarétt, þar af er helmingurinn ungt fólk sem fæddist eftir íslömsku byltinguna 1979.
Stjórnmálaspekingar eru hikandi við að spá til um úrslit kosninganna. Þeir telja ekki ólíklegt að kosningarnar nú fari eins og árið 2005 þegar hinn fremur lítt þekkti Ahmadinejad vann óvæntan sigur á mótframbjóðanda sínum, klerkinum Akbar Hashemi Rafsanjani, í seinni umferð kosninganna.
Kosningabaráttan nú , sem aðeins hefur staðið í þrjár vikur, hefur enn betur leitt í ljós þann mun sem er á afstöðu borgarbúa annars vegar og landsbyggðarinnar hins vegar. Þannig styður fólk á landsbyggðinni Ahmadinejad meðan ungt fólk, bæði menn og konur, sem búa í borgum landsins styðja Mousavi.
Nýs forseta býður það hlutverk að leiða landið út úr verstu fjármálakreppu landsins um lengi tíma. Þannig mælist verðbólga nú 24% hjá þessari næststærsta olíuútflytjenda OECD ríkja, auk þess sem tekjur af útflutningi hráolíu hafa minnkað til muna þar sem verð á heimsmörkuðum hefur lækkað úr 147 bandaríkjadölum í 72 dali fatið.
Önnur umferð kosninganna fer fram 19. júní fái enginn frambjóðandi 50% atkvæða í kosningunum í dag.