Tugmilljónir í tískufatnað

Úr anddyri Georges V lúxushótelsins þar sem frúin vandláta dvelur …
Úr anddyri Georges V lúxushótelsins þar sem frúin vandláta dvelur á ferðum sínum í París.

Eiginkona innanríkisráðherra Sádi-Arabíu hefur fatasmekk í dýrari kantinum. Það kom bersýnilega í ljós þegar hátískuverslun gerði kröfu um að hún skilaði til baka ógreiddum vörum fyrir að andvirði rúmlega 15 milljóna króna. Hin vandláta frú er sögð skulda tugmilljónir í öðrum verslunum.

Réttarþjónn birti konunni, Maha al-Sudairi, stefnu og komst réttur svo að því að heimilt væri að endurheimta vörurnar sem geymdar voru á Georges V lúxushótelinu í hjarta Parísar, en það er í eigu skyldmennis hennar.

Ógreiddi reikningurinn var hjá fatakeðjunni Key Largo en frúin er einnig sögð skulda hundruð þúsunda dollara, eða sem svarar tugmilljónum króna, í ógreiddum reikningum hjá öðrum verslunum.

Málið þykir varpa ljósi á þann lífsstíl sem elítan í hinu olíuauðuga ríki hefur tileinkað sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert