Skylt að afhjúpa leyndarmálin

Veggspjald af Mir Hossein Mousavi.
Veggspjald af Mir Hossein Mousavi. Reuters

Mir Hossein Mousavi kveðst ekki munu beygja sig und­ir „hættu­lega at­b­urðarás“ í ír­önsku for­seta­kosn­ing­un­um í gær. And­stæðing­ur hans, Mahmoud Ahma­dinejad, vann kosn­inga­sig­ur ef marka má úr­slit ír­anskr­ar kjör­stjórn­ar og má ráða af orðum Mousavi að hann telji óhreint mjög hafa verið í poka­horn­inu. 

Seg­ir Mousavi það „skyldu sína gagn­vart þjóð sinni og trúnni að af­hjúpa leynd­ar­mál hins hættu­lega ferl­is og út­skýra skaðleg­ar af­leiðing­ar þess fyr­ir framtíð lands­ins“.

Mousavi, sem var for­sæt­is­ráðherra Írans þegar landið átti í stríði við Írak á ár­un­um 1980 til 1988, tel­ur því að óeðli­lega hafi verið staðið að kosn­ing­un­um.

Um það vitni fjöldi aug­ljósra atriða sem benti til þess að brögð hafi verið höfð í tafli.

Um 46,2 millj­ón­ir manna voru á kjör­skrá en um helm­ing­ur þeirra fædd­ist eft­ir ís­lömsku bylt­ing­una árið 1979.

And­stæðing­ar Ahma­dinejads hvöttu Írana til að flykkj­ast á kjörstaði þar sem þeir töldu að mik­il kjör­sókn yki lík­urn­ar á því að for­set­inn biði ósig­ur.

Nú er ljóst að kjör­sókn var afar góð en þrátt fyr­ir það er for­set­inn sagður hafa unnið yf­ir­burðasig­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert