Fagnar ræðu Netanyahu

Benjamin Netanyahu og Barack Obama funda í Hvíta húsinu nýverið.
Benjamin Netanyahu og Barack Obama funda í Hvíta húsinu nýverið. Reuters

Barack Obama Bandaríkjaforseti fagnar því að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, skuli fyrr í dag hafa hvatt til stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna í ræðu sem beðið hafði verið með eftirvæntingu.

Í tilkynningu frá Hvíta húsinu sagði að ræðan væri mikilvægt skref fram á við sem að Obama fagnaði.

Netanyahu setti þó skilyrði fyrir stofnun slíks ríkis í ræðu sinni.

Annars vegar yrðu Palestínumenn að fallast á fulla afvopnun og hins vegar að samþykkja að Ísrael væri ríki gyðinga, krafa sem að Mahmud Abbas, forseti Palestínumanna, hefur ekki hingað til ekki samþykkt.

Þá útilokaði Netanyahu að stöðva með öllu framkvæmdir við landtökubyggðir gyðinga á Vesturbakkanum, þvert á kröfu Obama.

Obama hefur að undanförnu þrýst á Ísraelsstjórn að fallast á tveggja ríkja lausnina svokölluðu og var sú afstaða ítrekuð í tilkynningu Hvíta hússins.

Litið er á ræðu Netanyahu sem viðbrögð við ræðu Obamas við Kaíró-háskóla fyrir skömmu þar sem hann lagði áherslu á sættir á milli araba og gyðinga.

Sjá má ræðu Obamas á YouTube í fullri lengd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert