Fagnar ræðu Netanyahu

Benjamin Netanyahu og Barack Obama funda í Hvíta húsinu nýverið.
Benjamin Netanyahu og Barack Obama funda í Hvíta húsinu nýverið. Reuters

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti fagn­ar því að Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, skuli fyrr í dag hafa hvatt til stofn­un sjálf­stæðs rík­is Palestínu­manna í ræðu sem beðið hafði verið með eft­ir­vænt­ingu.

Í til­kynn­ingu frá Hvíta hús­inu sagði að ræðan væri mik­il­vægt skref fram á við sem að Obama fagnaði.

Net­anya­hu setti þó skil­yrði fyr­ir stofn­un slíks rík­is í ræðu sinni.

Ann­ars veg­ar yrðu Palestínu­menn að fall­ast á fulla af­vopn­un og hins veg­ar að samþykkja að Ísra­el væri ríki gyðinga, krafa sem að Mahmud Abbas, for­seti Palestínu­manna, hef­ur ekki hingað til ekki samþykkt.

Þá úti­lokaði Net­anya­hu að stöðva með öllu fram­kvæmd­ir við land­töku­byggðir gyðinga á Vest­ur­bakk­an­um, þvert á kröfu Obama.

Obama hef­ur að und­an­förnu þrýst á Ísra­els­stjórn að fall­ast á tveggja ríkja lausn­ina svo­kölluðu og var sú afstaða ít­rekuð í til­kynn­ingu Hvíta húss­ins.

Litið er á ræðu Net­anya­hu sem viðbrögð við ræðu Obam­as við Kaíró-há­skóla fyr­ir skömmu þar sem hann lagði áherslu á sætt­ir á milli ar­aba og gyðinga.

Sjá má ræðu Obam­as á YouTu­be í fullri lengd.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert