Mikið um fagnaðarlæti

00:00
00:00

Tugþúsund­ir manna hafa safn­ast sam­an í miðborg Tehran til þess að fagna end­ur­kosn­ingu Írans­for­seta, Mahmoud Ahma­dinejad. And­stæðing­ar for­set­ans halda þó mót­mæl­um áfram.

Höfuðand­stæðing­ur for­set­ans í kosn­ing­un­um, Mir-Hossein Mousavi, hef­ur lagt fram áfrýj­un­ar­beiðni vegna kosn­ing­anna. For­set­inn sjálf­ur hef­ur neitað öll­um ásök­un­um um kosn­inga­s­vindl og seg­ir niður­stöðurn­ar vera mjög ná­kvæm­ar.

Ahmoudinejad sagði á fjölda­fund­in­um að kosn­ing­ar í ís­lömsku lýðveldi hefðu aldrei verið heil­brigðari og að fólki sjálft hefði ráðið úr­slit­um. „Sum­ir vilja lýðræði ein­göngu sér til handa,“ sagði hann og vísaði þannig í gagn­rýni á hann, bæði inn­an­lands og utan.

„Sum­ir vilja kosn­ing­ar, frelsi og trú­verðugar kosn­ing­ar. Þeir viður­kenna þær bara svo lengi sem úr­slit­in eru þeim í hag.“
Hann sagði Írani vera sam­einaða í af­stöðu sinni en þar sem fjör­tíu millj­ón­ir kjós­enda tóku þátt í kosn­ing­un­um sé bara við því að bú­ast að ein­hverj­ir séu von­svikn­ir með úr­slit­in.

Í dag voru áfram átök milli lög­reglu og mót­mæl­enda kosn­ing­anna og var hlut­um borg­ar­inn­ar lokað í þeim til­gangi að hefta út­breiðslu mót­mæl­anna.

Ekki hef­ur verið mikið um viðbrögð vegna kosn­ing­anna á heimsvísu en vara­for­seti Banda­ríkj­anna, Joe Biden, hef­ur látið í ljós efa­semd­ir vegna úr­slit­anna.


Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert