Aflýsir mótmælum í Íran

Reuters

Höfuðandstæðingur Íransforseta í forsetakosningunum, hófsemdamaðurinn Mir Hossein Mousavi, hefur aflýst miklum mótmælafundi í dag sem halda átti vegna úrslita kosninganna á föstudag. Mikil ókyrrð hefur ríkt í landinu síðan. Ekki er talið líklegt að orð hans hafi mikil áhrif. Írönsk stjórnvönd hafa lýst mótmælafundi ólöglega.

Heimildir bresku fréttastofunnar BBC herma að Mousavi hafi aflýst mótmælunum eftir að hafa verið varaður við því að lögreglna myndi beita skotvopnum.

Mousavi vill að kosningunum verði aflýst vegna víðtæks kosningasvindls en Ahmadinejad segir að þær hafi verið réttmætar. Hann líkir mótmælunum við mótmæli eftir fótboltaleik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert