Átök í Teheran

Til átaka hefur komið á milli mótmælenda og lögreglumanna á fjölmennum mótmælafundi stjórnarandstæðinga í Teheran, höfuðborg Írans. Fréttamaður AFP-fréttastofunnar á vettvangi segir fólk flýja undan átökunum og fullyrt er að lögregla hafi skotið að minnsta kosti einn mann til bana.

Skothvellir hafa heyrst og þá sást þykkur svartur reykjarmökkur stíga til himins við torg í höfuðborginni þar sem mörg hundruð þúsund manns hafa safnast saman. Fólkið mótmælir endurkjöri Mahmoud Amadinejads Íransforseta og talar um kosningasvindl.

Lögreglan hefur beitt táragasi og þá hafa tugir mótmælenda kveikt í vélhjólum í borginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert