Greiði tugi milljarða í bætur

Strand Exxon Valdez er eitt mesta umhverfisslys sögunnar.
Strand Exxon Valdez er eitt mesta umhverfisslys sögunnar.

Ol­í­uris­an­um Exxon Mobil hef­ur verið gert að greiða 507,5 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala, eða sem svar­ar um 65 millj­örðum króna, auk vaxta, vegna þess skaða sem hlaust af einu mesta ol­íu­slysi sög­unn­ar í Alaska fyr­ir 20 árum þegar olíu­flutn­inga­skipið Exxon Valdez strandaði.

Úrsk­urður­inn féll í áfrýj­un­ar­rétti í Pasa­dena í Kali­forn­íu sem staðfesti þar með sekt­ar­greiðslu Hæsta­rétt­ar Banda­ríkj­anna frá því í fyrra, jafn­framt því sem fyr­ir­tæk­inu er gert að greiða 5,9% vexti af upp­hæðinni frá og með sept­em­ber­mánuði 1996 þegar rétt­ar­höld í mál­inu hóf­ust.

Er heild­ar­upp­hæðin því sögð fara nærri því að verða tvö­föld sekt­ar­greiðslan, að teknu til­liti til vaxta.

Sam­an­lagt mun það því þýða um millj­arð doll­ara en það er aðeins um fimmt­ung­ur þess tjóns sem slysið er talið hafa valdið hjá ýms­um hags­munaaðilum í Alaska.

Þegar málið var fyrst tekið fyr­ir í rétti var kom­ist að þeirri niður­stöðu að þessi upp­hæð, 5 millj­arðar dala, væri hæfi­leg sekt­ar­greiðsla.

Upp­hæðin var hins veg­ar lækkuð eft­ir áfrýj­un Exxon Mobil.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert