Íhuga að lögleiða hass í Kaupmannahöfn

Búnaður til hassreykinga.
Búnaður til hassreykinga.

Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn eru að íhuga hvort leyfa eigi hassreykingar á sérstökum kaffihúsum í borginni eins og leyft hefur verið í Amsterdam. Talið er að slíkt gæti dregið úr glæpastarfsemi, sem tengist hasssölu.

Berlingske Tidende hefur eftir  Mikkel Warming, sem fer með félagsmál í borgarstjórn Kaupmannahafnar, að með þessu móti væri hægt að koma í veg fyrir vandamál, sem tengjast neðanjarðarmarkaði með hass í Kaupmannahöfn. 

Blaðið segir, að fleiri borgarfulltrúar styðji þetta sjónarmið, einkum þar sem rannsóknir sýni að með þessu móti væri hægt að draga úr glæpastarfsemi. Thor Buch Grønlykke, fulltrúi Jafnaðarmannaflokksins, segir að málið snúist ekki um að lýsa því yfir að hass sé ekki hættulegt.

Fulltrúar Íhaldsflokksins og Danska þjóðarflokksins eru hins vegar andvígir þessum hugmyndum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert