Netanyahu sagður hafa útilokað frið

Hosni Mubarak Egyptalandsforseti er hann tók á móti Barack Obama …
Hosni Mubarak Egyptalandsforseti er hann tók á móti Barack Obama Bandaríkjaforseta í Kairó fyrir nokkru. Reuters

Palestinsku Hamas samökin hafa lýst því yfir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hafi afjúpað kynþáttafordóma sína og lygar í ræðu sem hann hélt um utanríkimál í gærkvöldi. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Hosni Mubarak Egyptalandsforseti hefur einnig sagt að með ræðunni hafi Netanyahu útilokað alla möguleika á friði í Miðausturlöndum.

„Netanyahu reyndi með orðaleik að afvegaleiða fólk og staðhæfa að hann vildi frið. Kynþáttafordómar hans koma hins vegar fram þegar hann hvetur Palestínumenn til að viðurkenna Palestínu sem land gyðinga. Þetta gefur til kynna að Netanyahu ljúgi þegar hann talar um frið. Þessi ræða ýtir undir hatur og illindi," segir í yfirlýsingunni.

Netanyahu sagði meðal annars í ræðunni að hann gæti fallist á stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna að því gefnu að það væri herlaust, Palestínumenn stjórnuðu ekki loftsvæði sínu og hefðu enga leið til þess að smygla vopnum inn í ríkið. Hann setti það einnig sem skilyrði fyrir stofnun Palestínuríkis að Ísrael yrði viðurkennt á alþjóðavettvangi sem gyðingaríki.

Talsmaður Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna, hefur sagt yfirlýsingu Netanyahus ögrun við stefnu Palestínumanna, Arabaríkja og Bandaríkjanna.

Bandarísk yfirvöld hafa hins vegar lýst yfir ánægju sinni með ræðuna og sagt hana vera mikilvægt skref í rétta átt. Netanyahu hefur ekki viljað lýsa því yfir fyrr að stjórn hans gæti fallist á sjálfstæði ríkis Palestínumanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert