Verhagen grunar svindl í Íran

Maxime Verhagen.
Maxime Verhagen.

Vísbendingar eru um að áhrif hafi verið höfð á útkomu forsetakosninganna í Íran á föstudag, mð mati Maxime Verhagen, utanríkisráðherra Hollands. Andstæðingar Mahmouds Ahmadinejads Íransforseta í Hollandi efndu til mótmæla í Haag í dag.

„Svo virðist sem að gripið hafi verið til aðgerða til að hafa áhrif á kosningarnar, svo sem með því að takmarka aðgengi að netinu og koma í veg fyrir sendingu smáskilaboða,“ sagði Verhagen.

„Fregnir af kosningasvindli hafa dregið úr trúverðugleika kosninganna,“ sagði ráðherrann fyrr í dag.

Á sama tíma mótmæltu um 200 andstæðingar Íransforseta kosningunum fyrir utan íranska sendiráðið í Haag.

Með yfirlýsingunni fjölgar í hópi erlendra ráðamanna sem tortryggja niðurstöðu kosninganna, en fyrr í dag lét Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, þau orð falla að framkvæmd þeirra vekti upp ógrynni spurninga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert