Danskur fréttamaður með svínaflensu

Svínaflensubóluefni gæti komið á markað innan tíðar.
Svínaflensubóluefni gæti komið á markað innan tíðar. Reuters

Kona, sem er fréttamaður á erlendri fréttadeild dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 hefur greinst með inflúensu af stofninum H1N1, svonefnda svínaflensu. Konan hafði verið á ferðalagi í Bretlandi en veiktist þegar hún kom heim á ný.

Tveir samstarfsmenn konunnar á fréttastofunni hafa fengið fyrirbyggjandi meðferð.

Alls hafa 15 Danir greinst með svínaflensuna, þar af eru 10 taldir hafa smitast utan Danmerkur. 

Fjórir Íslendingar hafa greinst með sjúkdóminn. Þar af eru þrír taldir hafa smitast í Bandaríkjunum og einn á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert