Aðgangur að mat vandamál

Reuters

Þar sem matur mætir grundvallarþörf er líklegt að landbúnaðargeirinn sýni meira þol gagnvart efnahagskreppunni en aðrir iðnaðargeirar. Þolið er þó í hættu ef áhrif kreppunnar verða enn meiri. Aðgangur að mat fremur er framboðs hans er vandamál fyrir fátæk  lönd.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD og Landbúnaðar og matvælastofnun Sameinuðu Þjóðanna.

Lækkun á verði landbúnaðarvara og minnkun á framleiðslu og neyslu landbúnaðarvara verða óveruleg svo lengi sem efnahagur heimsins fer að rétta úr sér innan tveggja til þriggja ára, segir í skýrslunni: OECD-FAO Agricultural Outlook 2009-2018. Eftir því sem niðursveiflan heldur áfram að lækka matarverð minnkar álagið á neytendur sem hafi minni peninga til eyðslu vegna kreppunnar.

Verð á matvöru hefur lækkað frá því að það náði hámarki snemma árs 2008 en það er þó enn hátt í mörgum fátækum löndum. Á næstu áratugum er ólíklegt að nein landbúnaðarvara nema svína- og nautakjöt lækki svo mikið í verði að það verði svipað því sem það var áður en það fór að hækka upp úr 2007.

Skýrslan varar ennfremur við því að ekki sé hægt að útiloka að ýktar verðhækkanir eins og urðu árið 2008 verði aftur uppi á teningnum á komandi árum. Þetta sé einkum vegna þess hve matvælaverð sé í auknum mæli tengt verði á olíu og orku. Þá vari umhverfissérfræðingar við viðsjárverðu veðurfari.

Skýrslan segir að þótt hungur og óvissa með matvæli sé vaxandi vandamál fyrir fátækari lönd heims þá sé það aðgangur að mat frekar en framboð hans sem sé alvarlegt vandamál.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert