Búist er við fleiri mótmælum í höfuðborg Írans í dag eftir að stjórnarandstæðingurinn Mir Hossein Mousavi hvatti fylgismenn sína til þess að lýsa daginn dag sorgar.
Mousavi bað fylgismenn sína að mótmæla á friðsamlegan hátt og safnast saman í moskvum í minningu þeirra átta sem voru drepnir í Tehran á mánudag meðan að á mótmælaaðgerðum stóð.
Fréttaritari BBC, Jon Leyne, sagði að ríkisstjórnin ætti ekki svar við hinum daglegu mótmælum.
Mousavi krefst þess að kosið verði aftur.
Forseti landsins, Mahmoud Ahmadinejad, var endurkjörinn með tveimur þriðju hlutum atkvæða en stjórnarandstaðan segir að kosningasvik hafi verið víðtæk.
Mousavi hvatti fylgismenn sína til þess að klæðast svörtu í mótmælunum í dag í minngu þeirra sem liðsmenn sjálfboðasveita Basji, sem eru hliðhollar stjórninni, skutu á mánudag.
Miklar hömlur hafa verið lagðar á erlenda fréttamenn í landinu. Þeim er ekki leyft að fara nálægt ólöglegum mótmælum eða ferðast um að vild í Tehran. Ekki eru þó lagðar hömlur á það sem þeir skrifa eða segja.
Búist er við því að mun fleiri taki þátt í mótmælunum í dag en í gær en þá tóku þó þátt tugir þúsunda sem gengu í þögn um miðbæ Tehran. Búist er við að milli 70 og 500 þúsund manns munu taka þátt í þeim.
Írönsk stjórnvöld kölluðu til sín í gær fjölda erlendra stjórnarerindreka til þess að kvarta yfir því sem þau kalla óforskömmuð og afskiptasöm ummæli.