Kínverska Google fordæmt

Google.
Google. AP

Kínversk yfirvöld hafa fordæmt kínverska útgáfu leitarvélarinnar Google þar sem að með henni geta Kínverjar nálgast klámefni. Þess hefur verið krafist að Google setji verði upp síur til að hindra aðgang að klámefni ella verði viðurlögum beitt.

Ritskoðun á netinu er mikil í Kína og árið 2004 var nefnd sett á fót sem fylgist grannt með netnotkun í landinu. Kínverska ritskoðunarnefndin (e.  China Internet Illegal Information Reporting Centre) segir Google þverbrjóta landslög með því að heimila aðgang að klámefni. Árásin á Google kemur í kjölfar yfirlýsinga stjórnvalda um loka fyrir efni á netinu sem talist getur spillandi, þ.m.t. klám og áróður gegn stjórnvöldum.

Frá og með 1. júlí nk. verða allar tölvur seldar til almennings með forriti sem lokar á slíkt efni, þrjú hundruð milljón kínverskum netnotendum til mikillar armæðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert