Spænskt skemmtiferðaskip hefur verið einangrað af yfirvöldum í Venesúela eftir að þrír um borð greindust með svínaflensu. Fólki er gert að dveljast um borð í eina viku. Alls eru 1200 manns í skipinu.
Yfirvöld í Barbados og Grenada höfðu áður meinað farþegum að koma að landi.
Skipið er í eigu Royal Caribbean Cruises og liggur nú utan við eyjuna Margaritu sem tilheyrir Venesúela.
Fyrir utan þá þrjá sem greinst hafa með með flensuna, A/H1N1, hafa fjörutíu og þrír aðrir greinst með einkenni.