Varnir auknar við Hawaii

Horft yfir landamæri Kóreuríkjanna í Paju
Horft yfir landamæri Kóreuríkjanna í Paju Reuters

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkin vera í „góðri aðstöðu” til að vernda yfirráðasvæði sitt gagnvart hugsanlegri eldflaugaárás frá Norður-Kóreu. Gates lét ummælin falla í kjölfar sögusagna um að Norður Kóreumenn hyggist skjóta eldflaug í tilraunaskyni í átt að Hawaii. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

„Við höfum vissar áhyggjur af því að þeir skjóti eldflaugum til vesturs, í átt að Hawaii," sagði Gates. Þá sagði hann bandaríks yfirvöld hafa ákveðið að flytja til eldflaugar og eftirlitskerfi til að auka varnir á svæðinu.

Mikil spennar hefur verið í samskiptum Norður-Kóreumanna og umheimsins etir að þeir sprengdu kjarnorkusprengju neðanjarðar í tilraunaskyni þann 25. maí. Er varnarmálaráðuneyti Bandaríkjamanna nú sagt fylgjast náið með ferðum norður-kóreskra skipa til að tryggja að þau brjóti ekki gegn viðskiptabanni gegn Norður-Kóreu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert